Þingmenn hraunuðu yfir pál magnússon

Þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins fóru ófögrum orðum um Pál Magnússon, þingmann Sjálfstæðisflokksins. Sögðu þau ljóst að Páll yrði atvinnulaus eftir næstu kosningar. Þau sögðu hann hundlatan en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hrósaði þó rödd hans og að kosningarbarátta Páls hefði verið unnin af fagmennsku. Hann tók þó fram að slíkt myndi þó ekki bjarga honum í næstu kosningum.

Þetta kemur fram á upptökum sem DV hefur undir höndum. Upptökurnar voru teknar upp án vitundar þingmanna þegar þeir ræddu saman á barnum á hótel Kvosin við Kirkjutorg. Þá var staðan Suðurkjördæmi rædd og miklum tíma varið í vangaveltur um hvað myndi gerast í næstu kosningum.

Nánar á

http://www.dv.is/frettir/2018/11/29/leyniupptaka-thingmenn-hraunudu-yfir-pal-magnusson-letingi-sem-verdur-fljott-atvinnulaus/