Fiskeldi á ísafjarðardjúpi

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála fellir úr gildi starfsleyfi fyrir sjókvíaeldi í innanverðu Ísafjarðadjúpi. Að mati Umhverfisstofnunar gefur þessi ákvörðun tilefni til að skýra nánar hlutverk einstakra ríkisstofnana hvað varðar fiskeldi.

Hefur Umhverfisstofnun þegar komið á framfæri ábendingum þar um til nefndar um stefnumótun í fiskeldi. Sú nefnd starfar fyrir Atvinnu - og nýsköpunarrráðuneytið.

Til stóð sjókvíaeldi á tæpum sjö þúsund tonnum af regnbogasilungi og tvö hundruð tonnum af þorski í Ísfjarðardjúpi á vegum fyrirtækisins Háfells ehf. sem á og rekur sjókvíaeldi.

Eigendur veiðiréttar í laxveiðiám vestra kærðu ákvörðun Umhverfisstofnunar um útgáfu starfsleyfis til Háfells ehf.

rtá

Nánar www.ust.is  www.mbl.is