Launafólk getur ekki eitt sýnt ábyrgð

Stjórnvöld og Alþingi þurfa að koma á sátt um laun æðstu ráðamanna og útfæra fyrir alvöru breytingar á velferðar-, bóta- og skattkerfinu til að þau létti undir með tekjulágum. Þetta segir Gylfi í tilefni af skýrslu Gylfa Zoega um stöðu efnahagsmála í aðdraganda kjarasamninga sem hann gerði fyrir forsætisráðuneytið. 

Gylfi segir niðurstöðu Gylfa Zoega hagfræðiprófessors í skýrslunni áþekka skrifum Stefáns Ólafssonar prófessor sem birt voru á vef Eflingar fyrir stuttu. Til dæmis telji Gylfi Zoega að svigrúm til fjögurra prósenta launahækkana svipað og Stefán. Forseti ASÍ segir að verkalýðsforystan hafi verið að nálgast stjórnvöld í því að ræða stöðu kjarasamninga og hagkerfisins á málefnalegum nótum.

Nánar á

http://www.ruv.is/frett/launafolk-getur-ekki-eitt-synt-abyrgd