Las sögu af Bakkabræðrum á þingfundi

Ruv.is fjallar um

Las sögu af Bakkabræðrum á þingfundi

Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, las úr þjóðsögum Jóns Árnasonar við upphaf þingfundar á Alþingi í dag. Hann sagði að bókmenntalestur kynni að viðrast langsóttur í fyrstu en að sagan fjallaði um íslenskt hugvit. 
 

Sagan sem þingmaðurinn flutti fjallar um húsbyggingu Bakkabræðra. Nánar tiltekið þá lausn þeirra á kulda í húsum að vetri að sleppa því að hafa glugga á húsinu. Fyrir vikið var að vísu kolniðamyrkur í húsinu en Bakkabræður sáu einfalda lausn á því og tóku til við að bera myrkrið út úr húsinu í húfum eða trogum en bera á móti sólskin inn í húsið. Ekki varð þó bjartara fyrir vikið. 

Nánar á

http://www.ruv.is/frett/las-sogu-af-bakkabraedrum-a-thingfundi

Nýjast