Lára kennir fólki sparsemi og nýtni

Það er í mörg horn að líta á Heimilinu, nýjum þætti Sigmundar Ernis á Hringbraut sem sýndur er í kvöld klukkan 20:00 en þar tekur hann fyrir rekstur og viðhald heimila með aðstoð fagmanna og sérfræðinga.

Að þessu sinni fær hann til sín Láru Ómarsdóttur sem tók fyrir nokkrum árum innkaup heimilisins til gagngerrar endurskoðunar eftir að henni ofbauð hvað mikill óþarfa kostnaður fór í þennan lið í heimilisbókhaldinu. Þá er og rætt við Runólf Ólafsson, framkvæmdastjóra Félags íslenskra bifreiðaeigenda sem kennir áhorfendum sparakstur og þá mætir einnig Páll Þór Ármann, markaðsstjóri Eignaumsjónar í þáttinn til að ræða hvað ber að hafa í huga í fjölbýli, en þar geta komið upp alls konar vafamál eins og dæmin sanna. Loks verður flokkun á heimilissorpi tekin fyrir en mikil virtundarvakningg er að verða í þeim efnum hér á landi þar sem saman fer sparsemi og nýtni og minni sóun en tíðkast hefur á heimilum landsmanna til þessa.

Heimilið er endursýnt á sunnudagskvöldum klukkan 20:00, en allar ábendingar um efni og inntak þáttarins eru vel þegnar á netfanginu [email protected].