Landsmönnum fjölgar

Hinn 1.janúar 2017 voru landsmenn 338.349. Þetta er fjölgun um 5.820 frá sama tíma árið 2016. Konum og körlum fjölgar nokkuð jafnt. Karlar eru eigi að síður 3.717 fleiri en konur. Níu sveitarfélög eru með yfir 5.000 íbúa. Í þéttbýli búa 316.904. Kjarnafjölskyldur eru 80.638.Til kjarnafjölskyldu teljast hjón og fólk í óvígðri sambúð og börn hjá þeim 17 ára og yngri. Einnig einhleypir karlar og konur sem búa með börnum 17 ára og yngri.

Mikil fólksfjölgun var á höfuðborgarsvæðinu en fólksfækkun á Vestfjörðum.

Nánar www.hagstofa.is og www.ruv.is