Landsmenn eiga ríkissjóð, ekki ráðamenn og ráðherrar

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, skrifar grein í Fréttablaðið nýlega, þar sem hún reynir að sannfæra menn um gott og uppbyggilegt starf ríkisstjórnar sinnar, og er fyrirsögnin „Uppbygging fyrir almenning“. 
Ekki þótti undirrituðum - sem þó batt miklar vonir við þátttöku VG í ríkisstjórn undir forystu Katrínar – mikið til um þessa litlausu upptalningu.

Þegar borin eru saman stefnumál og fyrirheit VG og þessi úttekt Katrínar sjálfrar á starfi og árangri ríkisstjórnarinnar, þá virðist mikil gjá á milli. 

Allir, sem til þekkja, vita, að Katrín er væn kona, góðum kostum búin og velviljuð, og því sorglegt að sjá, hvernig baráttumál hennar og VG hafa leyst upp í tómt loft það tæpa ár, sem ríkisstjórn Katrínar hefur setið.

Hvernig mátti það líka vera, að það umhverfis-, umbóta- og jafnaðarafl, sem VG á að vera, geti náð nokkru fram í samstarfi við fulltrúa helztu sérhagsmuna- og íhaldsafla landsins, sem einskis svífast í valdabrölti og klíkuskap.

Annar þeirra lét sig hafa það, að láta skipa dýralækni í embætti Vegamálastjóra. Skyldu vegaverkfræðingar líka vera góðir dýralæknar!? Auðvitað er þetta stjórnunarstarf, en gott er, ef stjórnendur hafa fagþekkingu líka, og virðist þessi starfsskipun langsótt. 

Hinn styður hvalveiðar með ráðum og dáð, þó þær brjóti klárlega í bága við nútímaleg umhverfissjónarmið og hagsmuni og velferð landsmanna, svo að ekki sé talað um dýravelferð, enda föðurbróðir hans stjórnarformaður hvalveiðimanna. 

Gott ákvæði um dýra-, umhverfis- og náttúruvernd var sett í stjórnarsáttmálann, og VG samþykkti 2015 að beita sér fyrir stöðvun hvalveiða.

Allt virðist þetta nú gleymt og grafið. 

Nánar á 

http://www.visir.is/g/2018180908934/landsmenn-eiga-rikissjod-ekki-rada