Landselurinn í bráðri útrýmingarhættu

Válisti Náttúrufræðistofnunar Íslands:

Landselurinn í bráðri útrýmingarhættu

Mynd/Erling Ólafsson. Af vef náttúrufræðistofnunar
Mynd/Erling Ólafsson. Af vef náttúrufræðistofnunar

Náttúrufræðistofnun Íslands birtir í fyrsta sinn núna Válista spendýra. Listinn er unnin í samvinnu við sérfræðinga Hafrannsóknarstofnunar, þau Gísla Víkingsson (hvalir) og Söndru Granquist (selir).

Hér á landi hafa fundist yfir 50 tegundir land- og sjávarspendýra en við gerð válistans voru aðeins 18 tegundir metnar, enda eru flest spendýrin innflutt, flökkutegundir eða á jaðri útbreiðslu sinnar. Af tegundum sem voru metnar eru fjórar á válista. Ein tegund er útdauð við Ísland (sandlægja), ein er í bráðri hættu (landselur), ein í hættu (útselur) og ein í nokkurri hættu (steypireyður).

Náttúrufræðistofnun Íslands hefur á vefsíðu sinni birt nýja válista plantna, spendýra og fugla. Listana má sjá hér.

Á Hrafnaþingi 17. október næstkomandi, kl. 15:15, munu þau Ester Rut Unnsteinsdóttir, Kristinn Haukur Skarphéðinsson og Starri Heiðmarsson, starfsmenn Náttúrufræðistofnunar Íslands, kynna nýju válistana. Hrafnaþing er haldið í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6–8 í Garðabæ, 3. hæð.

 

Nýjast