Lands­fram­leiðsla gæti dreg­ist sam­an um 2,7%

Mbl.is er með þessa frétt

Lands­fram­leiðsla gæti dreg­ist sam­an um 2,7%

Ef WOW air hverf­ur af flug­markaði gæti það leitt til þess að lands­fram­leiðsla myndi drag­ast sam­an um 0,9 til 2,7 pró­sent á einu ári.

Þetta kem­ur fram í niður­stöðum rann­sókn­ar sem ráðgjaf­ar­fyr­ir­tækið Reykja­vík Economics vann að beiðni flug­fé­lags­ins um efna­hags­leg áhrif þess á ís­lensk­an þjóðarbú­skap.

Frétta­blaðið grein­ir frá þessu.

Rann­sókn­in sýn­ir einnig að brott­hvarf WOW air yrði til þess að gengi krón­unn­ar veikt­ist sem kæmi svo fram í hækk­un inn­flutn­ings­verðs og auk­inni verðbólgu. Þúsund­ir manna myndu missa vinn­una og af­koma hót­ela, veit­inga­húsa og fleiri fyr­ir­tækja í ferðaþjón­ustu og tengd­um grein­um rýrnaði.

Fram kem­ur í skýrsl­unni að brott­hvarf WOW air af markaði verði ekki endi­lega til þess að önn­ur flug­fé­lög ákveði að fljúga yfir Atlants­haf með milli­lend­ingu á Kefla­vík­ur­flug­velli. Hugs­an­lega myndu þau fljúga beint á milli Evr­ópu og Am­er­íku án þess að koma við hér á landi.

Nánar á

https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2019/03/23/gaeti_dregist_saman_um_2_7_prosent/

Nýjast