Landlæknir fór ekki að lögum í máli ekkju

Umboðsmaður Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að landæknir hafi ekki farið að lögum þegar embættið staðfesti synjun Landspítalans á beiðni ekkju um gögn úr sjúkraskrá eiginmanns síns. Þá gagnrýnir umboðsmaður seinagang stjórnvalda í málinu en beiðni ekkjunnar um gögnin var til meðferðar í á fjórða ár. Velferðarráðuneytið og Embætti landlæknis vísuðu hvort á annað þegar konan reyndi að kæra ákvörðun Landspítalans.
 

Þetta kemur fram á RÚV.

Konan leitaði til umboðsmanns í febrúar á síðasta ári. Hún kvartaði yfir þeirri ákvörðun landlæknis að staðfesta synjun Landspítala á beiðni hennar um aðgang að upplýsingum um hverjir hefðu flett upp í sjúkraskrá eiginmanns hennar sáluga. 

Upplýsingar „ekki veittar án dómsúrskurðar“

Í ákvörðun umboðsmanns kemur fram að konan hafi á undanförnum árum átt í töluverðum samskiptum við heilbrigðisyfirvöld í því skyni að fá upplýsingar og gögn í tengslum við meðferð eiginmanns hennar á Landspítalanum.

Fyrir fjórum árum óskaði konan meðal annars eftir því hvaða starfsmenn hefðu fengið upplýsingar úr sjúkraskrá eiginmanns hennar heitins en Landspítalinn hafnaði þeirri beiðni. Sagði spítalinn í svari sínu að umbeðnar upplýsingar yrðu „ekki veittar án dómsúrskurðar“.

Konan kærði þá ákvörðun til úrskurðarnefndar um upplýsingamála í október 2014 sem vísaði kæru hennar frá einu og hálfu ári seinna eða í janúar 2016. Nefndin komst þó að þeirri niðurstöðu að gögnin sem hún hefði óskað eftir teldist sjúkraskrá. 

Ítarlega er fjallað um málið á RÚV.