Læknar velja frekar hlutastörf

Arna Guðmundsdóttir, formaður Læknafélags Reykjavíkur, sagði á Hringbraut í morgun, að læknar kjósi að vinna ekki eingöngu á Landspítalanum, ekki síst vegna þess að þar er ekki boðið upp á nægilega góða vinnuaðstöðu.

Hún nefndi yfirfullar deildir, bág tæki og langar vaktir.

Um þriðjungur lækna starfar einungis á Landspítalanum, aðrir eru einnig á stofum utan hans.

Arna segir Birgir Jakobsson landlækni vera á villigötum þegar hann segir að læknar verði að velja á milli, það er hvort þeir verði í fullu starfi innan spítalans eða ekki.

Viðtalið við Örnu verður á heimasíðu Hringbrautar á morgun og allan þáttinn má finna á tímaflakkinu.