Kynna stórsókn í ferðamálum

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála munu kynna stórsókn í uppbyggingu innviða á ferðamannastöðum í Norræna húsinu klukkan 13:00 í dag.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytum þeirra Guðmundar og Þórdísar, en ekki kemur ar fram í hverju aðgerðirnar eru fólgnar, en af kynningu fundarins má ráða að um nýjar leiðir í innviðauppbyggingu sé að ræða, líklega með stórauknum fjárútláatum til málaflokksins.

Hvort þeim kostnaði verði mætt með komugjöldum, sem hafa verið í umræðunni hér á landi um árabil, án ákvörðunar stjórnvalda, skal hins osagt látið, enn um sinn.