Kvikan
Mánudagur 11. apríl 2016
Kvikan

Fyrsti ríkisstjórnarfundurinn algjört bíó!

Það segir ekkert um það í tilkynningunni að fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson, hafi sjálfur orðið uppvís að því að eiga félag sem vistað var í skattaskjólinu Seychelles-eyjum.
Kvikan

Krefst afsagnar sdg af formannsstóli

Hver stórkanónan á fætur annarri innan Framsóknarflokksins gerir sér nú grein fyrir að það gengur ekki fyrir Sigmund Davíð Gunnlaugsson að gegna áfram formannsstöðu. Þetta segir áhrifamaður í flokknum.
Laugardagur 9. apríl 2016
Kvikan

Árni páll, farðu líka

Þeir sem krefjast þess að Bjarni, Ólöf og þau hin hverfi burt af sviði íslenskra stjórnmála ættu líka að sjá að Árni Páll, Steingrímur og fleiri \"atvinnupólitíkusar\" ættu að nota færið núna til að finna nýjan vettvang.
Föstudagur 8. apríl 2016
Kvikan

Nýja stjórnin nú þegar fallin?

Óbreyttir þingmenn meirihlutans stíga nú fram, hver á fætur öðrum og lýsa sig ósátta við niðurstöðu tveggja fallinna foringja. Þeir vita það sem við hin hin ekki vitum enn en munum sennilega bráðlega fá að sjá; Að stjórnin er fallin, áður en hún tekur til starfa.
Miðvikudagur 6. apríl 2016
Kvikan

Harmleikur forsætisráðherra ekki einkamál

Jafnan er það svo að ef verk okkar borgaranna fara að mótast af andlegri vanheilsu grípur einhver í taumana. Íslendingar eru að sumu leyti umburðarlynd þjóð þegar sú staða kemur upp, segir í pistli Björns Þorlákssonar.
Þriðjudagur 5. apríl 2016
Kvikan

Fjölmiðlar tekið yfir hlutverk kirkjunnar

Með öðrum orðum hefur verið innbyggður hvati í kerfinu fyrir blaðamenn að vera undirgefnir, að styggja ekki valdið. Er tilviljun að Jóhannes Kr. hefur hvergi átt sér fastan samastað lengi? Er tilviljun að okkar færasti rannsóknarblaðamaður hafi mátt lifa við hungurmörkin síðasta misserið?
Sunnudagur 3. apríl 2016
Kvikan

Sdg, þú ert ekki lengur forsætisráðherrann minn

Það hefur nú orðið fullkomið samningsrof milli þín og íslensku þjóðarinnar. Vonandi muntu tilkynna afsögn þína Forseta Íslands fyrir hádegi á morgun.