VG hefur enga möguleika á kosningabandalagi við X-D

Varaformaður VG og flokksmenn VG honum hliðhollir gefa ekki kost á bandalagi VG við X-D

VG hefur enga möguleika á kosningabandalagi við X-D

Varaformaður VG vinnur að því að endurskoða landsfundarákvörðun VG um að VG séu til í að vinna  með öllum flokkum ef málefni hindra það ekki. 

Nú er þessi landsfundarákvörðun og kosningaloforð orðin ok á herðum varaformanns VG. 

Þá er bara að endurskoða ályktanir VG og kasta á glæ öllu því sem er varaformanni VG til ama.  

Og gera svo upp VG búið svo hver fari sína leið.

Enda er varaformaður VG nú kófsveittur við að sannfæra flokksmenn VG um að kringumstæður eftir kosningar séu gjörbreyttar. 

Það sé rangt að hægt sé að vinna núna eftir samþykktum landsfundar VG og kosningaloforðum.

Nú kann Katrín Jakobsdóttir að grípa til þess óráðs að hóta að segja af sér formennsku í VG. 

Geri hún það verður þeirri afsögn tekið og varaformaðurinn hrifsar til sín stól formanns.

Leiðir skilja. 

En VG fer á stjá með þá tilkynningu hverjir mega sitja í ríkisstjórn með VG og hverjir ekki.

Og hverjir mega vera í flokknum VG og hverjir ekki.

Nýjast