Vextir óbreyttir

Vonbrigðin með óbreytta stýrivexti eru veruleg

Vextir óbreyttir

Peningastefnunefnd hefur ákveðið að halda vöxtum óbreyttum. Það eru mikil vonbrigði enda sterk rök fyrir vaxtalækkun í kjölfar afnáms fjármagnshafta. Verðbólga hefur verið undir markmiðum Seðlabanka Ísland í þrjú ár samfleytt. Verðbólguvæntingar eru það einnig. Það segir sína sögu. Sterk rök eru því fyrir lækkun stýrivaxta. Sérstaklega vegur þungt að Seðlabanki Íslands hefur í spám sínum byggt á veikara gengi krónunnar en nú er. Allar líkur eru á því að veðbólgu sé ofspáð í nánustu framtíð. Hátt vaxtastig og ofurstyrkur íslensku krónunnar munu vega að efnahagslegum stöðugleika hér á landi. Vaxtamunurinn er of mikill og ýtir hann undir innflæði erlends fjármagns og styrkingu krónu.  

Nánar www.sa.is

      

Nýjast