Lýðhylli

Pópúlismi er lýðhylli á íslensku

Lýðhylli

NB  Lýðhylli er íslenskun mín á orðunum "pólitískur pópúlismi".      

Fátítt er nú orðið að leitast sé við að svara þeirri spurningu hvað skýrir bæði höfnun á Evrópusambandinu (ESB) og neikvæða afstöðu Íslendinga til þátttöku í Evrópusamrunanum. Dr Baldur Þórhallsson prófessor við Háskóla Íslands skrifaði árið 2007 kafla í bók um þessa spurningu. Titill bókarinnar er Ný staða Íslands í utanríkismálum og kafli Dr Baldurs ber yfirskriftina Íslenskir stjórnmálamenn og þátttaka í samruna Evrópu: Sérstaða eða sérviska. Dr Baldur svaraði þessari spurningu nokkuð vel í kaflanum. Síðan eru tíu ár liðin. Ég hef mitt svar. Þetta er bara gamalgróin íslensk lýðhylli. Mörg er búmanns raunin. Snorri Sturluson vissi sem var. Íslendingar eru ógjarnir til nýjungarinnar. Þeir ganga líkast til aldrei ´´i ESB 

Ísland og íbúar þess hafa sérstakan kost til að bera sem er haldbetri en lýðveldið sjálft og sterkara en norrænt samstarf og vestræn samvinna. Þessi kostur er íslensk skapgerð. Eins og margt annað sem er íslenskt verður þessari skapgerð ekki lýst í fáum orðum. Samt sem áður er hún ljóslifandi veruleiki. Orðin sjálf  "Vér Íslendingar" vekja þegar hjá mér hugboð um sérstaka manngerð og þjóðarheild og þjóðareinkenni. Enda þótt hugmyndir aðkomumanna séu sundurleitar í þessu efni og mismundandi eftir þjóðerni þeirra og komu þeirra hingað á ýmsum tímum er flestum þjóðum það sameiginlegt að gera sér einhverja sérstaka hugmynd um Ísland og íslenska skapgerð. Enginn núlifandi Íslendingur kynnir íslenska skapgerð jafnvel og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. 

Dagur án hláturs er ónýtur dagur. Gærdagurinn var ekki ónýtur dagur. Íslenskum pólitískum pópúlisma eru gerð kómísk skil i stuttu innskoti í þýðing Hallgríms Helgasonar skálds á Óþelló sem er leikrit eftir Englendinginn William Shakespear. Björn Hlynur Haraldsson leikari fer með hlutverk Brabantíó ráðherra í Feneyjum. Fyrir augunum á mér varð Brabantíó í túlkun Björns Hlyns í einni svipan að "lýðhyllingnum" Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni sem er þéttur á velli og fyrrum formaður Framsóknarflokksins. Brabantíó flutti einhverja þá flottustu pópúlista ræðu sem ég hef nokkru sinn heyrt flutta. Lýðhyllingurinn Sigmundur Davíð "Brabantíó" Gunnlaugsson er í leikgerð Hallgríms Helgasonar einhver sannasti pólitíski pópúlistinn á Íslandi. Hláturinn í Þjóðleikhúsinu hinn 17.3.sl. sannar fyrir mér að Íslendingar eru ekki afvopnuð þjóð því hláturinn er verulega ögflugt vopn.   

 

 

Nýjast