Lambakjötsfjallið hækkar og það stækkar

Stjórnvöld geta ekki setið hjá aðgerðalaus segir þingmaður Sjálfstæðisflokksins

Lambakjötsfjallið hækkar og það stækkar

Í samtali við Bændablaðið segir Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins að það sé deginum ljósara að stjórnvöld geta ekki setið hjá aðgerðalaus. Óli Björn Kárason segist persónulega líta á vanda sauðfjárbænda sem tvíþættan. Fyrst sé þetta tímabundinn vandi. Þessu næst sé þetta sökum minnkandi sölu vegna gríðarlegrar verðlækkunar á kjöti í Evrópu vegna innflutningsbanns Rússa á matvæli frá Evrópu. Með öðrum orðum - ytri þættir. Óli Björn bætir svo við að skoða verði skipulag sauðfjárræktar til lengri tíma og að til þessi kunni að koma að tekið verði upp kvótakerfi í sauðfjárrækt.  Með öðrum orðum - innri þætti. Bændablaðið segir frá þessu.

Við þetta má bæta að núna eru um 620 þúsund lömb á beit vítt og breitt um landið - ýmist á beit í heimalöndum bænda eða á afréttum. Eftirspurn íslenskra neytenda árið 2017 er sögð verða eftir um 410 þúsund lömbum sem eru um 6000 tonn af lambakjöti. Þannig eru 210 þúsund lömb umframframleiðsla ársins 2017 eða um 3400 tonn.

Hvers vegna komu þá undir í desember árið 2016 um 620 þúsund lömb?  Vissu bændur ekki að þetta er langt umfram eftirspurn? Menn stóla þá á að seilst verði í vasa skattgreiðenda til að redda þessu? Hvað er svona merkilegt við lambakjöt? Og mjólk? Að ríkið þurfi að setja í þessa offramleiðslu samtala 14 milljarða á ári = 38 mkr sérhvern dag = 1,6 mkr á hverja klukkustund?

 

 

 

Nýjast