Katalónía er spænsk ráðgáta

En Madríd stjórnin er ekki ráðgáta því hún er frekar evrópsk en spænsk

Katalónía er spænsk ráðgáta

Inés Arrimada er dugmikil þingkona á héraðsþingi sjálfsstjórnarhéraðsins Katalóníu. Hennar flokkur er frjálsyndur og andvígur áformum og þjóðernishyggju aðskilnaðarmanna í Katalóníu og styður Madrid stjórnina í deilum hennar við oddvita Katalóníu sem stefnir á sjálfstæði og fullveldi.  

Inés Arrimada er afar vel máli farin og talar skýrt um sterka samríkisstjórn Spánar en hafnar heimstjórnarhneigð Katalóníumanna.

Skilur hún þó mætavel óánægju Katalóníumanna vegna efnahagsmála.

Enda eigna Katalóníumenn sér með réttu mestan hluta þjóðaframleiðslu Spánar.

Þeim finnst réttmætt að þeir hafi meiri stjórnarráð. Þetta má leysa með fé og með samningi.

Nýverið sagði Inés Arrimada þessi snjöllu orð: "Katalónía er heimahérað mitt. Spánn er ættland mitt. En Evrópa er framtíð okkar". 

Hér á landi væri þetta umorðað svona: "Átthagar mínir eru við Breiðfjörð. Ísland er ættjörð mín. En Evrópa er framtíð okkar."

Hún sagði við sama tækifæri að erlendir jafnt sem spænskir fjárfestar hyrfu á brott með fyrirtæki sín frá Katalóníu ef lýst væri yfir sjálfstæði og ekkert ESB ríki myndi viðurkenna fullveldi og sjálfstæði Katalóníu. 

Sjá nánar: https://en.wikipedia.org/wiki/Inés-Arrimadas  og  http://youtube.be/C6DCIaI75Aw   

 

Nú hefur oddviti aðskilnaðarsinna lagst undir feld en hann leiðir sundurleitan hóp og er oddvitinn varla lengur því valdi gæddur að leiða Katalóníu lengur. Líkast til játar hann ósigur innan tíðar.

Andstaðan gegn Madrid stjórninni er afllítil í Katalóníu. Meginatriði þessa máls er að ná samkomulagi milli Katalóníu og Madrid stjórnarinnar. Peningar skipta þar öllu.

 

Í fornri dæmisögu er þessi þjóðlýsing: Þegar Drottinn Allsherjar skóp Spán veitti hann Spánverjum þrjár óskir. Spánverjar óskuðu sér fjölbreytilegs veðurfars og fagurs mannfólks og ljúfengs fæðis.

Allt þetta veitti Drottinn Allsherjar Spánverjum. Spánverjar báru þá upp fjórðu óskina - báðu um góða stjórnendur. En Drottinn Allsherjar svarað þa´: "Það er til of mikils mælst".

 

Spánverjum þykir gaman að segja slíkar sögur af sjálfum sér en er um leið meinilla við haldið sé á lofti svörtum skröksögum - "la leyenda negra" - sem eru niðurlægjandi fyrir Spán og Spánverja.  

 

Atburðir á Spáni að undaförnu eru gáta og eru í augum annarra en Spánverja mótsagna- og öfgakennd gáta. 

Vera má að lausn að gátuni sé að leita í landsháttum á Spáni. Sé Spánverjum nokkuð sameiginlegt mun það vera eitthvað annað en þjóðernið.

Spánverjar eru ekki fyrst og fremst Spánverjar. Þó þeir séu það ef til vill þegar öll kurl koma til grafar.

Skaginn þeirra er hrjúft og stórskorið land. Þar er rót alls málrófsins um Spán og orsakir togstreitu og uppreisna. Landshættir hafa dæmt Spánverja til einangrunar.

Þeir lokuðu dyrum hans að Evrópu en girtu hann einnig af öðrum Spánverjum handanvið næsta fjallgarð eða fljót.

Þess vegna minna Spánverjar um margt á eyjaskeggja.

Landslag og lega Spánar er nauðsynleg til skilnings á kröfum Katalóna.

Nýjast