Hvað kostar að geyma lambakjötið sem ekki selst?

Refsiverð einfeldni neytenda felst í því að þeir halda að regluverk búvöruframleiðslu sé hannað með hag bænda í huga

Hvað kostar að geyma lambakjötið sem ekki selst?

Hér er áætlað að ríkissjóður Íslands kunni að þurfa að borga einhverjar hundruðir milljóna króna í geymslugjöld og vaxtagjöld vegna offramleiðslu á ærkjöti og lambakjöti.

Munur á neyslu og framleiðslu vex og vex.

Offramleiðslustefnan gerir óvirk öll viðmið við eftirspurn.

Alþýðubandalagið sáluga útskýrði flest tilbrigði verðbólgunnar með óseðjandi ásókn milliða í meiri gróða.

Á seinni árum hafa talsmenn bænda stundum útskýrt lágt skilaverð til bænda með meintri hárri álagningu milliliða og þá átt við stórmarkaðina.

Þeir kenndu sem sagt mönnum eins og Finni Árnasyni um lélega afskomu sauðfjárbænda en ekki offramleiðslustefnunni.

Aðeins er til ein leið til að hækka raunverulegt markaðsverð á lambaköti. Hún er sú að takmarka framleiðsluna verulega.   

Hverjir stýra og hafa ábata á því að viðhalda offramleiðslustefnunni á lambakjöti?

Hér skal þessari vinnutilgátu ýtt á flot.

Það eru afurðastöðvar landbúnaðarins. Þær hagnast fyrst og fremst á offramleiðslustefnunni.

Stór hluti tekna þeirra kemur frá geymslu á óseljanlegu lambakjöti.

En umfram allt þarf að draga úr framleiðslunni.

Alþýðubandalagið sáluga þekkti heldur ekki lögmál framboðs og eftirspurnar. Enda hrundi það og er nú týnt og tröllum gefið.    

    

Nýjast