Hnignun og hrun

Stóra-Bretland er í dag jafn lítilmótlegt og það var í Súez deilunni skrifar The Economist

Hnignun og hrun

Fréttablaðið The Economist skipar þann sess að mikið mark er tekið á öllu efni sem blaðið birtir.

Í grein sem ber yfirskiftina "Britain´s decline and fall" segir að Brexit áform Stóra-Bretlands hafi mest skaðað innlands stjórnmálin þó að staða landsins meðal þjóða heims hafi einnig skaðast.

Bretum er enn í fersku minni þegar Bretar og Frakkar og Ísraelsmenn gerðu óburðuga tilraun til að endurheimta Súezskurðinn með vopnavaldi árið 1956.

Súezdeilan opinberaði vanmátt Breta og einnig ýmsar aðrar meinsemdir.

Enda þótt allar þrjár þjóðirnar stæðu að árásinni á Egyptalandi voru Bretar driffjöður og helstu forsprakkar hennar.

Bretar urðu að aflýsa öllu saman mest fyrir alþjóðleg mótmæli. Bandaríkin sýndu Bretum þá eins og nú að þau ráða ferðinni.

Bandaríkin neyddu Breta til að hætta við herferðina.

Ísköld og snögg hatursbylgja gegn Bandaríkjunum reið yfir Stóra-Bretland og náði hún jafnvel til þeirra Breta sem fyrir sitt leiti hörmuðu Súezgönuhlaupið.

Enn í dag telja margir Bretar að Bandaríkin beri þá sök að hafi látið Breta sitja í klípunni hjá Súez.

Brexitgönuhlaupið er líkt Súezgönuhlaupinu. En þyngsta áfallið er eftir.

Hverjum verður hægt að kenna um fyrirsjánanlegar Brexitófarir Breta? Öðrum en Bretum sjálfum rétt eins og í Súezgönuhlaupinu.

  

Nýjast