Lögbrjóturinn er hér með enn og aftur klukkaður

VG þingmenn eru komnir í gamla gírinn

Lögbrjóturinn er hér með enn og aftur klukkaður

Svandís Svavarsdóttir vill vita hvort umboðsmaður Alþingis sé sammála Svandísi um að Bjarni Benediktsson fyrrum fjármálaráðherra og en þá forsætisráðherra hafi gerst brotlegur við siðareglur ráðherra vegna þess að Bjarni lagði ekki fram skýrslu sína um eignir Íslendinga í aflandsfélögum á þeim tíma sem Svandísi Svavarsdóttur hentaði. Sigurður Sigurðsson rifjar þetta upp.

Bjarni Bendiktsson forsætisráðherra hefur ekki fengið á sig dóma vegna embættisfærslna eins og Svandís Svavarsdóttir þá ráðherra fékk.

Svandís Svavarsdóttir þá umhverfisráðherra var dæmd árið 2011 af Hæstarétti fyrir að hafa ekki haft nokkra heimild til að hafna tillögu sveitarstjórnar Flóahrepps um aðalskipulag.

Dómurinn gerði hana afturreka.

Neyddist Svandís um síðir að fara að lögum. En til þess þurfti dóm Hæstaréttar.

Áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur dæmda ógilda ákvörðun Svandísar í málinu.

Jóhanna Sigurðadóttir þá forsætisráðherra taldi dóm Hæstaréttar ekki tilefni til þess að Svandís segði af sér sem ráðherra.

"Ég sé enga ástæðu til þess" sagði hún við fjölmiðla.

Svandís sagði dóminn ekki vera skýrann. 

Kjarni málsins er þessi.

Svandís Svavarsdóttir þá umhverfisráðherra var í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmd fyrir lögbrot.   

Svandís Svavarsdóttir þá umhverfisráðaherra var í Hæstarétti dæmd fyrir lögbrot. .

Lögbrot sem Svandís Svavarsdóttir framkvæmdi vitandi vits með grá pólitísk markmið í huga.

Ráðherra sem hlotið hefur dóma bæði í hérðasdómi og í Hæstrétti fyrir ólögmæta stjórnsýslu hlaut að segja af sér.

Lögbrjóturinn er hér með klukkaður.

 

  

Nýjast