En menn vilja einangrun

Átta ár frá upphafi ESB aðildarviðræðna

En menn vilja einangrun

Tíminn frá 16.7.2009 til janúar 2013 er bjartasti kaflinn í sögu utanríkismála okkar unga lýðveldis. Tímabil ESB aðildarviðræðnanna.

En þá hefur ekki verið gert upp við hann í utanríkismálasögunni á verðugan máta.

Milliríkja samskipti eru bundinn þeirri forsendu að víðtækt samstarf eigi sér stað. Þess vegna leita jafnt stórar þjóðir sem smáar samstarfs hver við aðra.

Ef stórþjóðunum er slíkt þörf þá er smáþjóðnum það nauðsyn. En auðvitað verður að hafa gát á.

Við þetta tækifæri að átta ár eru frá upphafi ESB aðildarviðræðnanna er eðlilegt að Íslendingar spyrjir: Ef aðrir þeir sem okkur eru líkastir að menningu og efnahag hafa svo góða reynslu af ESB aðild því skyldu Íslendingar óttast að þeirra reynsla verði önnur og lakari?   

Hver sagði þetta árið 1969?

Þetta sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra á landsfundi Sjálfstæðisflokksins ári 1969 þegar karpað var innan Alþingis og utan um aðild Íslanda að Fríverslunarsamtökum Evrópu (EFTA) - samtök sem utanríkisráðherra Guðlaugur Þór Þórðarsona vill núna bjóða Bretum að ganga í þegar þeir fara út úr ESB.

Rökin sem árið 1969 voru færð fyrir EFTA aðild Íslands eru enn í fullu gildi vegna afstöðu til ESB aðildar. Það heyrðust útöluraddir á landsfundinum árið 1969 og einangrunarsinnar vildu forðast Evrópusamstarf.

Alveg eins og núna.

Kjörnir foystumenn Sjálfstæðisflokksins og hinir sem ráða flokknum að tjaldbaki vilja einangrun.

 

  

Nýjast