Í Brexit blekkingu sjálfs sín Bretinn ferðast og ferst

Fyrrum liðsstjóri Theresa May forsætisráðherra kynnir syndlaust gabb í Brexit spásögu

Í Brexit blekkingu sjálfs sín Bretinn ferðast og ferst

Nick Timothy fyrrum liðsstjóri einkastarfsliðs Theresa May forsætisráðherra Stóra-Bretlands kynnir Brexit spásögu sína í viðtali sem breska dagblaðið The Telegraph birtir í dag.

Spásögn Nick Timothy er hnitmiðuð.

Forsætisráðherrann er undir það búinn að Stóra-Bretland gangi úr Evrópusambandinu (ESB) án þess að samningur verði gerður um útgönguna. Hér er en þá áréttað það viðhorf að enginn samningur er betri en miðlungi góður samningur.

Forsætisráðherrann mun ekki víkja hársbreidd frá samningsmarkmiðum Stóra-Bretlands sem helst eru þessi: full yfirráð yfir útlendingamálum og að losa Stóra-Bretland undan lögsögu Evrópu dómstólsins og uppsögn allra greiðslna ríkissjóðs Stóra-Bretlands í sjóði ESB.

Forsætisráðherrann mun hvorki sækja um inngöngu Stóra-Bretlands í Fríverslunarsamtök Evrópu (EFTA) né óska eftir aðilda landsins að samningnum um Evrópska efnahagssvæðinu (EES).

Forsætisráðherrann mun ekki leita eftir neinum ESB-sérkjörum fyrir Stóra-Bretland en óskað verður eftir hæfilegum útgöngu-aðlögunar-tíma.

Er forsætisráðherra að láta Nick Timothy flytja ný skilaboð?

Nei öðru nær.

Nick Timothy er ekki að segja neitt sem ekki er þegar vitað í Brussel og höfuðborgum ESB-ríkjanna. En breska bróðernið er flátt mjög og enska gamanið er grátt.

 

 

 

 

 

   

Nýjast