Vofa gengur nú ljósum logum um Evrópu

Vofa Brexit

Vofa gengur nú ljósum logum um Evrópu

Listin í íslenskri pólitík er að kunna að takmarka sig.

Stöku íslenskir pólitíkusar eiga hinsvegar svo létt með að sjá fyrir lyktir Brexit að það verður á kostnað hugsunarinnar.

Hér er einkum og sér í lagi átt við utanríkisráðherra og fyrrverandi utanríkisráðherra.

Áformuð útganga Stóra-Bretlands úr ESB - enska Brexit gönuhlaupið - lítur talsvert öðruvísi út þegar maður horfir á það af tröppum breska parliamentsins í Westminster höll heldur en af tröppum Alþingishússins.

Bretar vita að Brexit ferlið er ekki enn hafið. Því eru þá karl og kona uppi á Íslandi að lýsa tækifærum Íslands í ókomnum atburði? 

Ef Bretar ganga út úr ESB -sem ekki er víst að þeir geri - þá er það fyrst atlaga að Sameinaða konungdæminu og síðan atlaga að vestrænni samvinnu.

Hvaða tækifæri eru fyrir Ísland í þeirri ógæfu sem þetta gönuhlaup er?  Ef það þá lukkast Bretum?

 

Nýjast