Breski Íhaldsflokkurinn

Ljón á vegi Theresa May forsætisráðherra

Breski Íhaldsflokkurinn

Áhættan er að Íhaldsflokkurinn fái ekki það brautargengi í júní kosningunum sem Theresa May og ráðgjafar hennar vonast eftir.

Þetta er skrifað vegna þess að á næstu sjö vikum sjá breskir kjósendur hversu margklofnir breskir Íhaldsmenn eru. Heimilisbölið á þeim bæ er síst minna en innan Verkamannaflokksins og skoska Þjóðarflokksins.

Margir þingmenn Íhaldsflokksins og peningalegir bakhjarlar flokksins - styrktarmenn - sjá kjörið tækifæri til að koma Theresa May á kaldan klaka vegna enska Brexit flansins.

Theresa May telur að val kjósenda sé um styrka og stöðuga stjórn hennar eða um veikburða samsteypustjórn undir forsæti Verkamannaflokksins. Theresa May hefur þar með ofmetið styrk sinn. Hún vanmetur kraft andstæðinga hennar innan Íhaldsflokksins. Gamla heilræðið er í fullu gildi - aldrei ofmeta bandamenn  og aldrei vanmeta andstæðinga.

Þessar þingkosningar - eins og allar þingkosningar - eru um það hvað kjósendur telja sig bera út býtum. Þeir spyrja aðeins; Og hver er svo okkar ábati? Það ræður öllu hverju svarað er trúverðugt. 

Þingkosningarnar verða um efnahagsmál og um vinnumarkaðsmál og skólamál og vegamál. Um skatta og heilbrigðismál. Þær verða ekki um ESB eða aðkomufólk eða um enska Brexit flanið eða utanríkismál.  

Ég er á því að þetta gætu orðið "Crash and Burn" kosningaúrslit fyrir breska íhaldið.  

 

Nýjast