Bretar eru óvelkomnir í EES

Brexit er gönuhlaup og skapar glundroða en ekki tækifæri fyrir aðildarríki EES

Bretar eru óvelkomnir í EES

Það eru komnar skýrar línur í hvernig útgöngu Stóra-Bretlands úr Evrópusambandinu (ESB) verður háttað. Það er einnig skýrt að ESB mun gera Bretum þá útgöngu eins auðvelda og mögulegt er.

ESB aðildarsinnar á Stóra-Bretlandi munu skiljanlega ekki leggja Brexit áformum lið. Slík er virðing ESB aðildarsinna fyrir lýðræðinu að þeir reyna heldur ekki að koma í veg fyrir að sameiginleg röng ákvörðun naums meirihluta bresku þjóðarinna nái fram að ganga.

Á sama tíma og Bretar standa í þessu stappi er ljóst að á meðal aðildarríkja samningsins um Evrópska efnahagssvæði (EES) eru vaxandi efasemdir um að hleypa Stóra-Bretlandi inn í þann samning. Bretar eru sem betur fer óvelkomnir í EES.  

Þessar raddir heyrast lágt í Lichtenstein en hátt hér á landi og í vaxandi mæli í Noregi. Nálgist Bretar aðildarríki EES á leið sinn út úr ESB ber að taka þeim illa. Hvers vegna eiga þrjú EES ríki og tuttugu og sjö ESB ríki að bjóða Breta velkomna?  Brexit er ekkert annað en bresk atlaga að vestrænni samvinnu.

Bretum væri nær að standa fast á þeim ævaforna rétti sínum að láta í ljós efasemdir um það hversu viturlega leiðtogarnir hafa valið bresku þjóðinni framtíðarveg. Stóra-Bretland eftir Brexit verður limlest stórveldi og því Litla-Bretland um langa framtíð eins og hæfir landi sem hafnar vestrænni samvinnu.

       

Nýjast