Kvika kaupir gamma - kaupverðið lækkað umtalsvert frá því í júní

Miðað við bók­fært virði árang­urstengdra þókn­ana hjá GAMMA í lok júní 2018 nemur kaup­verðið þó 2,4 millj­örðum króna. Kaup­verðið er greitt með 839 millj­ónum króna í reiðu­fé, með hlut­deild­ar­skír­teinum í sjóðum GAMMA upp á 535 millj­ónir króna auk þess sem árang­urstengdar greiðslur sem metnar eru á 1.032 millj­ónir króna verða greiddar þegar lang­tíma­kröfur á sjóði GAMMA inn­heimt­ast. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu til Kaup­hallar Íslands.

 

Verðið er umtals­vert lægra en til stóð að greiða fyrir GAMMA þegar til­kynnt var um vilja­yf­ir­lýs­ingu um kaupin í júní síð­ast­liðn­um. Þá kom fram að kaup­verðið ætti að vera 3.750 millj­ónir króna.

Nánar á

https://kjarninn.is/frettir/2018-11-19-kvika-kaupir-gamma-kaupverdid-laekkad-umtalsvert-fra-thvi-i-juni/