Kveikur verður að gera betur

Forstöðumaður upplýsingamála hjá Gildi-lífeyrissjóði, Aðalbjörn Sigurðsson, gagnrýnir umfjöllun fréttaskýringaþáttarins Kveiks um lífeyrissjóð í Nevada og samanburð hans við íslenska lífeyriskerfið harðlega.

Aðalbjörn skrifar á Kjarnann.is:

Hún er oft skrítin umræðan sem fram fer um líf­eyr­is­sjóði lands­ins. Nýjasta inn­leggið var nán­ast ævin­týra­lega skrítin umfjöllun frétta­skýr­inga­þátt­ar­ins Kveiks  í síð­ustu viku þar sem fjallað var um líf­eyr­is­sjóð í Nevada ríki í Banda­ríkj­un­um, sem sam­kvæmt umfjöll­un­inni greiðir nán­ast engin gjöld af umsýslu tæp­lega 4.400 millj­arða króna eigna­safns síns. Ein­föld mynd var teiknuð upp af einum reglu­sömum sjóð­stjóra sem stýrir öllum fjár­fest­ingum sjóðs­ins og geymir allar eignir hans í vísi­tölu­sjóð­um. Laun sjóð­stjór­ans, sem full­yrðir í þætt­inum að sjóð­ur­inn greiði nán­ast engar þókn­an­ir, eru um ein og hálf milljón á mán­uði. 

Fimm og hálfur millj­arður í fjár­fest­inga­gjöld
 

Fyrir þá sem ekki vita eru vísi­tölu­sjóðir hluta­bréfa­sjóðir sem end­ur­spegla mark­að­inn á hverjum tíma. Ef virði fyr­ir­tækis er 5% í til­tek­inni hluta­bréfa­vísi­tölu, liggur 5% af eigna­safni vísi­tölu­sjóða í fyr­ir­tæk­inu. Vísi­tölu­sjóðir spegla mark­að­inn en eru að öðru leiti ekki virkir, hafa enga skoðun á rekstri ein­stakra félaga, starf­semi eða stefnu. Það getur verið að það henti líf­eyr­is­sjóði í Nevada að fjár­festa aðeins í vísi­tölu­sjóð­um. Sem hann gerir raunar ekki, um 5% eigna hans er t.d. í fast­eigna­sjóðum og um 5% í fram­taks­fjár­fest­ing­ar­sjóð­um. En er þessi áhersla sjóðs­ins á eignir í vísi­tölu­sjóðum eitt­hvað sem hægt er að læra af? Á Íslandi eru vísi­tölu­sjóðir bæði fáir og hlut­falls­lega dýrir og það er því ófram­kvæm­an­legt fyrir íslenska líf­eyr­is­sjóði að fjár­festa aðeins í þeim. Til við­bótar myndi lík­lega eitt­hvað heyr­ast ef líf­eyr­is­sjóð­irnir myndu flytja stóran hluta eigna sinna úr íslenska hluta­bréfa­mark­aðnum yfir í erlenda vísi­tölu­sjóði. Vænt­an­lega með til­heyr­andi verð­rýrn­unum og almennu upp­námi. 

Það stenst ekki heldur skoðun að það kosti sjóð­inn í Nevada ekk­ert að sýsla með eigna­safn sitt. Fjár­fest­inga­gjöld sjóðs­ins námu tæpum fimm og hálfum millj­arði króna í fyrra og sjóð­ur­inn er að sjálf­sögðu með á sínum vegum fjölda aðkeyptra sér­fræð­inga. Í umfjöllun Kveiks var ekki minnst einu orði á þennan kostnað þó að upp­lýs­ingar um hann liggi fyrir í árs­reikn­ingi sjóðs­ins sem er öllum aðgengi­leg­ur.

Nánar á

https://kjarninn.is/skodun/2018-10-17-kveikur-verdur-ad-gera-betur/