Kúvending hjá vg og framsókn

Samgönguáætlun Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, gerir ráð fyrir veggjöldum til að fjármagna ýmis verkefni Vegagerðarinnar. Um þetta er nú rætt og ritað og ekki allir á eitt sáttir, segja þetta skattpíningu og þaðan af verra.

Jón Gunnarsson, fyrrverandi samgönguráðherra Sjálfstæðisflokksins, skipaði starfshóp í sinni tíð sem lagði til að veggjöld yrðu tekin upp á helstu leiðum til og frá Reykjavík, til fjármögnunar á uppbyggingu helstu vega.

Sigurður Ingi sló þessar hugmyndir forvera síns í starfi um veggjöld og tollahlið strax út af borðinu í upphafi stjórnarsamstarfsins fyrir um ári síðan. Nú er hinsvegar komið annað hljóð í strokkinn, enda skipast veður skjótt í lofti í pólitík.

Nánar á

http://eyjan.dv.is/eyjan/2018/12/11/kuvending-hja-vg-og-framsokn-vardandi-veggjold/