Krónan er kná

Ásdís Kristjánsdótti forstöðumaður efnahagssviðs SA-Samtaka atvinnulífsins metur það svo að dragi Seðlabanki Íslands (SÍ) enn frekar úr öllum inngripum með sama móti og verið hefur þá munu áhrifin koma fram í frekari styrkingu króununnar.

Ásdís segir í viðtali á www.visir.is að króna hafi styrkst hressilega á þessu ári. Að sögn Ásdísar er SÍ búinn að gegna lykilhlutverki á gjaldeyrismarkaði því SÍ er nánast sá eini sem hefur verið að koma til móts við það innflæði gjaldeyris sem verið hefur.

Ef SÍ ætlar að breyta um takt segir Ásdía og draga úr inngripum þá mun það leiða til þess að króna styrkist að öllu óbreyttu. Samkeppnisstaða Íslands versnar enn frekar.

Ásdís segir þó að enn er ekki að sjá þess merki að króna sé of sterk. Það sé vegna þess að enn er skilað töluverðum viðskiptaafgangi. Ásdís segir að Ísland sé þó í allt annarri stöðu en landið var í árið 2008. Uppsveiflan hefur verið nýtt til að búa í haginn. Skuldar hafa verið greiddar og svo er sparnaður þjóðarbúsins sá mestí í fimmtíu ár.  

rtá

Nánar www.visir.is