Kröfu um lögbann á tekjur.is hafnað

Ruv.is með þessa frétt

Kröfu um lögbann á tekjur.is hafnað

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafnaði í gær kröfu um lögbann á birtingu vefjarins tekjur.is á upplýsingar um  tekjur og skattgreiðslur einstaklinga. Vefurinn fór í loftið á föstudag fyrir viku og hefur skapast um hann töluverð umræða.
 

Vilhjálmur Vilhjálmsson lögmaður tekjur.is staðfesti við fréttastofu í gær að lögbanninu hefði verið hafnað. Ingvar Smári Birgisson telur að birting fjárhagsupplýsinga allra skattgreiðenda á vefnum feli í sér ómaklega aðför að stjórnarskrárvörðum rétti almennings til friðhelgis einkalífs. 

Nánar á

http://www.ruv.is/frett/krofu-um-logbann-a-tekjuris-hafnad

Nýjast