Krefst þess að seðlabankastjóri segi upp tafarlaust

Í samtali við Morgunblaðið segir Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja að Már Guðmundsson seðlabankastjóri og yfirlögfræðingur bankans eigi að segja upp störfum sínum nú þegar. Bankanum undir stjórn Más hafi mistekist að sýna sanngirni í störfum sínum og þar með að tryggja stöðugleika. Seðalbankasjóri og yfirlögfærðingurinn hafi rekið málið áfram af illum vilja.

Þorsteinn Már segir að fram­ferði hans seðlabanka­stjóra gagn­vart Sam­herja og mörg­um öðrum sé „ekk­ert annað en glæp­sam­legt“.

 Morgunblaðið segir í dag frá máli Seðlabankans gegn Samherja.

Gylfi Magnús­son, formaður bankaráðs Seðlabank­ans, seg­ir að Seðlabank­inn hljóti að draga lær­dóm af dómi Hæsta­rétt­ar sem staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykja­vík­ur frá því í apríl í fyrra um að felld skyldi úr gildi 15 millj­óna króna stjórn­valds­sekt sem Seðlabanki Íslands lagði á fyr­ir­tækið Sam­herja fyr­ir brot á gjald­eyr­is­lög­um, segir orðrétt á vef mbl.is sem lesa má hér.

Bankaráðið á að hafa eftirlit með starfsemi Seðlabankans og mun ráðið funda um þessa nýju niðurstöðu.