Kostnaðarþátttaka; kerfi á sjálfstýringu

Sigmundur Ernir Rúnarsson, ritstjóri og dagskrárstjóri Hringbrautar skrifar:

Kostnaðarþátttaka; kerfi á sjálfstýringu

Það er svo á Íslandi að fyrsta viðbragð manns, sem slasast og er bjargað upp í sjúkrabíl, er hvort hann sé ekki örugglega með greiðslukortið í vasanum. Það stappar nærri því að hann haldi einmitt meðvitund vegna áhyggnanna yfir því hvort hann sé ekki einmitt borgunarmaður fyrir því sem fram undan er; sjálfri aðgerðinni sem bíður hans á slysadeildinni.

Kostnaðarþátttaka! Þetta kerfislæga orð er auðvitað mannanna verk. Og það er einhvern veginn svo augljóst í tilviki heilbrigðiskerfisins á hverju blessað orðskrípið bitnar öðru fremur; það er á sjúku fólki og slösuðu - og vel að merkja, stundum fársjúku og langveiku, stórslösuðu og jafnvel nær dauða en lífi. Og auðvitað er þetta fjarri því að vera manneskjulegt.

Kostnaðarþátttaka getur ef til vill átt rétt á sér á stöku stað í ríkisreknu heilbrigðiskerfi sem á að vera kostað úr sameiginlegum sjóðum landsmanna - og um það ríkir einmitt almenn sátt á Íslandi, en kostnaðarþátttaka getur ekki verið með þeim hætti að langveiku fólki og stórslösuðu stafi gjaldþrotahætta af. Pólitíkin verður þar að taka sér tak. Um það er þjóðin sammála.       

Nýjast