Konur horfnar úr kauphöllinni

Stjórn FKA, Félag kvenna í atvinnurekstri, harmar að engar konur eru lengur meðal meðal forstjóra kauphallarfyrirtækja. Eina konan sem stýrt hefur fyrirtæki innan Kauphallarinna hefur nú látið af störfum en það er Sigrún Ragna Ólafs­dótt­ir forstjóri VÍS. Samið var um starfslok við hana og ákvað stjórnin að ráða Jakob Sigurðsson sem m.a. hefur gegnt starfi forstjóra Promens, í hennar stað.

FKA vill beinir tilmælum til eigenda hlutabréfa á hlutabréfamarkaði svo sem lífeyrissjóða og annarra á markaði að varðveita markmið atvinnulífsins að byggja upp fjölbreytan stjórnendahóp.

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður FKA segir verulegt umhugsunarefni fyrir atvinnulífið hversu einsleitur forstjórahópur landsins og óskar nýjum forstjóra velfarnaðar: „Um leið og ég óska Jakobi Sigurðssyni til hamingju með nýja starfið þá beini ég þeim tilmælum til hans og annarra forstjóra og stjórnenda að byggja upp fjölbreytan og öflugan stjórnendahóp\", segir í tilkynningu frá félaginu.