Komið öll á fætur

Innan við tvær stundir eru þar til Þjóðbraut á sunnudegi verður á dagskrá Hringbrautar. Sigurjón M. Egilsson fær þá til sín mæta gesti.

Aðalgestur þáttarins verður Rangheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Til að ræða helstu atburði liðinna daga koma Bjarni Ólafsson, ritstjóri Viðskiptablaðsins, Egill Helgason fjölmiðlamaður, og Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff.

Sótt er að Ragnheiði Elínu í oddvitasæti Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi og hún er sögð vera einstaka verklítil í embætti. En er svo? Því og öðru svarar Ragnheiður Elín í þætti morgundagsins.

Víst er að einnig verður rætt um Tyrkland, þar sem Egill Helgason þekkir ágætlega vel til, auk margra annarra knýjandi mála, enda styttist óðum í næstu þingkosningar.

Auk þess sem hér hefur verið nefnt mun Sigurjón, ásamt Lindu Blöndal, skoða skopteikningar dagblaðanna, og Linda rifjar upp nokkur af fjölmörgu viðtöðum Þjóðbrautar í vikunni sem er að ljúka.