Klappar-moskan mikla

Næst Mekka og Medína er Jerúsalem mesti helgistaður íslam.  Þar stendur Klappar- moskan mikla en hún er eitt mesta afrek arabískrar byggingalistar. 

Íslam er yngsta trúin í hópi höfuðtrúarbragða mannkyns og jafnframt að mörgu leyti þeirra einföldust og skýrust í dráttum. 

Íslam breiðist því nú út með hraða hvifilvindsins.  Meira að segja hér á landi.   

Donald J. Trump forseti Bandaríkjanna hefur með ákvörðun um að Bandaríkin viðurkenni Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels beint athygli mann aftur að Mið-Austurlöndum sem flest öll bera þess merki að þar er allt stjórnafar í ólestri.  Nema í Ísrael. 

Því er í Arabaríkjum Mið-Austurlanda ekkert viðnám að gagni við trúarmóði og hernaðarhörku vígasveita sem kenna sig við íslam. 

Það er mikill styrkur íslam að játendur íslam eru vissir um það að orð Múhammeðs sem skráð eru í Kórani og öðrum helgum ritum túlki vilja Guðs til fullra og endanlegra hlíta.  

Frá þessari klöpp í Jerúsalem fór Múhammeð sína frægu för til himins eina nótt.  Og á þessari klöpp mun engillinn Ísrafil láta básunu sína hljóma á efsta degi. 

Íslam kann nú að vera að vakna af alda svefni.  Á því er samt nokkur vafi. 

En hvorki Palestínumenn né Arabar gegna þar heimssögulegu hlutverki þrátt fyrir óhagganlega trú þeirra um að svo sé. 

Þá skortir flest sem prýðir leiðtoga og í verki sýna þeir að trúaákafi þeirra er ekki sannfærandi. 

Fróðlegt verður að heyra hvað Katrín Jakobsdóttir segir á Alþingi um ákvörðun Trump og önnur utanríkismál.

Í fyrstu stefnuræðu hennar í þessari viku sem liðsoddi VG og forsætisráðherra í samsteypustjórn. 

Mun hún ávita Bandaríkin? 

Eða mun hún steinþegja? 

 

[email protected]

[email protected]