Framsókn minnst hrifin af costco

Kjósendur Miðflokksins eru líklegastir til að vera með aðildarkort í Costco en stuðningsfólk Framsóknarflokksins og Vinstri grænna ólíklegastir. Þetta kemur fram í könnun MMR.

Samkvæmt könnuninni eru um 71% Íslendinga með aðild að Costco. 60 prósent ætla að endurnýja aðildina þegar hún rennur út, 6% segjast ekki ætla að endurnýja en 35% eru óákveðnir.

Hlutfall þeirra sem eru með Costco aðild er 77% á höfuðborgarsvæðinu en 60% á landsbyggðinni.