Kíkt í skúrinn: landsmót fornbílaklúbbsins, fergusonfélagið heldur upp á 70 ára afmæli og bílson fagnar 30 árum

Kíkt í skúrinn miðvikudaginn 9. október kl: 20.00, verður mikið um að vera enda áttundi og síðasti þátturinn í þessari seríu. Við förum á landsmót Fornbílaklúbbsins sem var haldið í Vatnaskógi í Hvalfjarðarsveit. Þar talaði ég við Bjarna Þorgilsson nýkjörinn formann fornbílaklúbbs Íslands. það var mjög flott að halda landsmótið á svona glæsilegum stað og skemmtilegt að breyta til og skoða önnur svæði enda var góð stemning. Fornbílaklúbburinn skellti sér í heimboð til Fornbílafélags Borgarfjarðar í Brákarey í Borgarnesi, skemmtileg aðstaða sem þeir eru búnir að koma upp í félagsheimilinu hjá sér.

Fergusonfélagið hélt upp á 70 ára afmæli Ferguson dráttarvélarinnar á sérstökum Hvanneyrardegi en þessi dagur hefur verin haldin hátíðlegur í mörg ár á Hvanneyri. Þar má sjá allt sem viðkemur landbúnaði aftur í aldir, Ég tók Jón Ingimund Jónsson Formann Fergusonfélagsins í smá spjall um félagið.

Bílson er bílaverkstæði sem er búið að vera starfandi lengi og heldur nú upp á 30 ára starfsafmæli sitt. Ekki nóg með það heldur hefur það einnig fengið viðurkenningu frá Credit Info sem fyrirmyndar fyrirtæki. það var gaman og fræðandi að koma þangað og taka viðtal við Bjarka Harðarson Framkvæmdastjóra Bílson. Snyrtimennskan og fagmennskan er fyrirrúmi fyrir viðskiptavini og starfsmenn Bílson. Allir hlutir eiga sinn stað, verkfæri sem og varahlutir og flokkun á öllu sem heitir sorp, rusl, vökvi eða annað er til fyrirmyndar. þetta er eitt það snyrtilegasta verkstæði sem ég hef komið á.

Kíkt í skúrinn er á dagskrá klukkan 20.00 í kvöld á sjónvarpstöðinni Hringbraut