Kíkt í skúrinn í kvöld á sjónvarpstöðinni hringbraut

Gestir þáttarins Kíkt í skúrinn sem sýndur er á sjónvarpsdagskrá Hringbrautar í kvöld eru þeir Rúnar Sigurjónsson, Sveinbjörn Hrafnsson og Anna María Moestrup.

Fyrir fáeinum árum eignaðist Rúnar uppgerðan Chevrolet Independence 5-W Coupe frá árinu 1931. Hefur Rúnar góða þekkingu á bílum frá þessum tíma og eftir að hann festi kaup á ökutækinu lauk hann við frágang bílsins með glæsilegri útkomu.

Hjónin Sveinbjörn og Anna María hafa bæði mikinn áhuga á bílnum og eiga þau án efa einn af merkilegri BMW E30 Cabrio frá árinu 1990. Skartar hann v12 mótor og er tveggja dyra blæjubíll sem vekur eftirtekt bæði hér á landi sem og erlendis. Hefur bíllinn meðal annars verið keyrður á Nürburgring kappakstursbrautinni í Þýskalandi sem hjónin segja hafa verið bæði magnað og skemmtilegt.