Keypti nærbuxur á um 600 þúsund krónur

Keypti nærbuxur á um 600 þúsund krónur

Nærbuxur Evu Braun, eiginkonu Adolfs Hitlers, seldist á uppboði um daginn á um 600 þúsund krónur. Bleiku nærbuxurnar eru með upphafsstöfum Evu voru vinsælar á uppboðinu en á endanum eignaðist einstaklingur sem ekki kom undir nafni sem bauð í nærbuxurnar í gegnum síma.

Þetta var ekki það eina sem hann keypti uppboðinu sem Eva átti heldur keypti hann einnig hvítan náttkjól sem hún átti á 400 þúsund krónur. 

Eva Braun var eingöngu gift Adolf Hitler í um 40 klukkustundir áður en þau bæði frömdu sjálfsmorð í neðanjarðarbyrgi í Berlín á lokadögum seinni heimsstyrjaldirnar. 

Nýjast