Kennir einfalda leið út úr fíkn

Í Banda­ríkj­un­um og víðar geis­ar ópíóðafar­ald­ur sem mun hreinsa út heilu kyn­slóðirn­ar af ungu fólki ef ekk­ert verður að gert. Á vef Mbl.is má lesa um þetta e en Wally Pat­on, höfundur bóka um 12 spora samfélagið er á leið til Íslands og er sýn hans á ópíóðafaraldurinn sú að það ógni heilli kynslóð. Wally mun fjalla um bataleiðir á ráðstefnu á Grand hótel 14. og 15.september. Miða má fá hér á tix.is.

Pat­on er upp­hafsmaður „Back to Basics“-fund­anna, sem er end­ur­gerð svonefndra nýliðafunda frá ár­inu 1946. Yfir 700 þúsund manns hafa farið í gegn­um 12 spor­in á þenn­an hátt.   

 Paton vill hér kenna ein­falda leið til að ná fólki úr fíkn, sem bygg­ist á því að fara í gegn­um 12 spor­in á fjór­um klukku­stund­um, líkt og upp­hafs­menn AA-sam­tak­anna gerðu á fimmta ára­tug síðustu ald­ar.

Fréttin á mbl er í heild hér