Kennarar skrifa undir samning til eins árs

Launahækkun í nýundirrituðum samningi ekki gefin upp

Kennarar skrifa undir samning til eins árs

Félag grunnskólakennara skrifaði undir kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga um kaffileytið í dag. Undirritun kjarasamningsins fór fram í húsakynnum ríkissáttasemjara en þar hafa málsaðilar fundað stíft að undanförnu.

Samningurinn gildir í eitt ár frá. 1. apríl næstkomandi til 31. mars á næsta ári, en ekki er gefið upp hvaða hækkun launa samið var um.

Fyrir utan launabreytingar felur samningurinn í sér að horfið verði frá vinnumati, undirbúningur hverrar kennslustundar verði aukinn og tími til annarra faglegra starfa minnkaður. Þá er nýr menntunarkafli í samningnum og greitt verður fyrir sértæk verkefni.

Nýi kjarasamningurinn fer nú í kynningu meðal félagsmanna. Rafræn atkvæðagreiðsla um samninginn hefst 16. mars og sendur til klukkan 14 miðvikudaginn 21. mars.
Verði samningurinn samþykktur af báðum aðilum mun hann verða birtur á vef Kennarasambandsins.

Nýjast