Kaupin á Ögurvík samþykkt

Vb.is fjallar um

Kaupin á Ögurvík samþykkt

Stjórn HB Granda hefur samþykkt kaup félagsins á öllu hlutafé í útgerðarfélaginu Ögurvík fyrir 12,3 milljarða króna samkvæmt tilkynningu frá félaginu. 

Ögurvík er í eigu Brims, sem er stærsti hluthafi HB Granda með ríflega þriðjungshlut. Í tilkynningunni kemur fram að kaupverðið byggi á niðurstöðum tveggja óháðra matsmanna. Þá vinni Deloitte á Íslandi skýrslu um kaupin samkvæmt lögum um viðskipti tengdra aðila sem kynnt verði hluthöfum en leggja á kaupin fyrir hluthafafund til samþykktar. Viðskiptin eru einnig háð samþykki Samkeppniseftirlitsins. Fjármagna á kaupin með eigin fé og lánsfjármagni. 

Nánar á

http://www.vb.is/frettir/stjorn-granda-samthykkir-kaupin-ogurvik/149682/

 

Nýjast