Kaup hb granda á ögurvík stórmerkileg

Kaup HB Granda á Ögurvík af Brimi eru bæði stórmekileg og söguleg. Jú, skráð almenningshlutafélag kaupir eign af stærsta hluthafa sínum á 12,3 milljarða króna. Þeir Hörður Ægisson, viðskiptaritstjóri Fréttablaðsins, og Jón G. ræða þessa fjárfestingu í þættinum í kvöld. Brim, sem er í eigu Guðmundar Kristjánssonar, keypti 34% hlut í almenningshlutafélaginu HB Granda sl. vor og varð um leið kjölfestufjárfestir og settist Guðmundur í framhaldinu í forstjórastólinn. Brim keypti Ögurvík fyrir um tveimur árum á rúma 11 milljarða eins og fram kemur í þættinum í kvöld. Innan viðskiptalífsins minnast menn þess ekki að kjölfestufjárfestir hafi látið skráð almenningshlutafélag kaupa svo stóra eign af sér.