Katrín sögð hafa horfið af fundi um verkalýðsmál

—Svo segir í Facebook-færslu hópsins Jæja síðastliðinn mánudag, en færslunni fylgir mynd af auðu sæti meðal fundargesta.

Í þeirri frásögn af fundinum sem birtist á vefsíðu VGtveimur dögum fyrr, laugardaginn 17. nóv., eru lagðar aðrar áherslur. Segir þar að húsfyllir hafi verið á fundinum. Forsætisráðherra hafi farið „yfir aðgerðir sem fyrirhugaðar eru af hálfu stjórnvalda til að bæta hag vinnandi fólks“. Þá hafi Drífa Snædal, nýkjörinn forseti ASÍ, hvatt „VG til dáða sem vinstri flokk“ og forsætisráðherra tekið undir. Katrín Jakobsdóttir hafi sagt „mikilvægt að eyða óvissu launafólks á húsnæðismarkaði og koma sér saman um fjölbreyttar aðgerðir til að bæta úr skorti á húsnæði sem sé einn stærsti áhyggjuvaldur láglaunafólks“.

Nánar á

https://kvennabladid.is/2018/11/21/katrin-sogd-hafa-horfid-af-fundi-um-verkalydsmal-adur-en-kom-ad-spurningum/