Katrín sat í stjórninni sem innleiddi bankaskattinn

Segir nú að hann „grafi undan hagsmunum ríkisins“

Katrín sat í stjórninni sem innleiddi bankaskattinn

Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja og fyrrverandi varaformaður Samfylkingarinnar, segir að bankaskatturinn grafi undan hagsmunum ríkisins sem stærsta eiganda fjármálakerfisins og leggist þyngst á hina eignaminni og fyrstu kaupendur. Hún hvetur til þess að skatturinn verði afnuminn með öllu.

Þetta kemur fram í pistli sem Katrín birtir í Fréttablaðinu í dag. Boðskapurinn er athyglisverður í ljósi þess að Katrín Júlíusdóttir sat sjálf í ríkisstjórninni sem innleiddi bankaskattinn á sínum tíma og greiddi atkvæði með lögfestingu skattsins. Þá voru þó uppi sérstakar aðstæður í efnahagslífinu og ríkisfjármálum. Gjaldhlutfallið var í fyrstu 0,041 prósent en skatturinn var hækkaður í ríkisstjórnartíð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Bjarna Benediktssonar til að dekka kostnaðinn vegna leiðréttingarinnar svokölluðu og er í dag 0,376 prósent. Samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar stendur til að lækka hann í skrefum niður í 0,145 prósent. 

Nánar á

https://stundin.is/grein/7478/katrin-sat-i-rikisstjorninni-sem-innleiddi-bankaskattinn-en-segir-nu-ad-hann-grafi-undan-hagsmunum-rikisins/

 

Nýjast