Katrín neitar að birta minnisblaðið

Eyjan.is er með þessa frétt

Katrín neitar að birta minnisblaðið

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, fékk afhent minnisblað frá ríkislögmanni um mögulegar afleiðingar dóms Mannréttindadómstóls Evrópu, áður en dómurinn féll þann 12. mars. RÚV greinir frá. Mikið hefur verið rætt í fjölmiðlum um að það skjóti skökku við að dómurinn hafi komið mörgum í ríkisstjórninni svo mikið á óvart líkt og raun bar vitni, til dæmis af viðbrögðum dómsmálaráðherra og fjármálaráðherra í kjölfar dómsins að ráða, en hann virtist koma þeim í opna skjöldu.

Þau viðbrögð verður því að skoða í því ljósi að forsætisráðuneytið og dómsmálaráðuneytið höfðu bæði kallað eftir sérfræðiálitum vegna mögulegrar útkomu dómsins.

Varðar þjóðaröryggi ?

Hinsvegar vill forsætisráðuneytið ekki afhenda minnisblaðið til fjölmiðla, en RÚV greinir frá því að forsætisráðuneytið telji að minnisblaðið sé undanþegið upplýsingalögum og neitar að afhenda það, og hefur vísað beiðni RÚV til ríkislögmanns, sem taka þarf ákvörðun um birtingu. Einnig var því hafnað að afhenda minnisblað frá ríkisstjórnarfundinum daginn eftir dóm MDE.

Nánar á

https://eyjan.dv.is/eyjan/2019/03/22/katrin-neitar-ad-birta-minnisbladid-um-mogulegar-afleidingar-doms-mde/

Nýjast