Karlmaður á vestfjörðum ákærður fyrir að taka upp myndbönd af ungum börnum í búningsklefum

Karlmaður á Vestfjörðum hefur verið ákærður af héraðssaksóknara fyrir síendurtekin kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum. Brotin áttu sér stað í sundlaug og íþróttamiðstöð á Vestfjörðum. Maðurinn er sakaður um að hafa tekið upp myndbönd á símann sinn af ungum drengjum og stúlkum ásamt því að taka myndbönd af fullorðnu fólki. Vísir greinir frá því að ekki sé vitað hvar á Vestfjörðum brotin áttu sér stað.

Í ákæru hérðassaksóknara kemur fram að maðurinn tók upp myndböndin í búningsklefa fyrir karla. Í karlaklefanum gat hann lyft símanum sínum yfir skilrúm, sem er á milli karlaklefans og kvennaklefans, í íþróttamiðstöðinni til að taka upp börn og fullorðna í kvennaklefanum. 

Brotin áttu sér stað árin 2017 og 2018. Maðurinn var handtekinn árið 2018. Lögregla lagði hald á síma mannsins og við skoðun fannst fjöldinn allur af myndböndum sem sýndi meðal annars fimm stúlkur á aldrinum 9 ára til 15 ára og af einum 4 ára dreng. Einnig fundust þrjár upptökur af þremur fullorðnum konum.

Samkvæmt ákærunni krefjast brotaþolar mannsins samtals 10,5 milljónir króna í miskabætur. Við þingfestingu málsins við Héraðsdómi Vestfjarða tók hinn ákærði ekki afstöðu til ákærunnar og hefur málinu verið frestað til 25 október næstkomandi.