Karlar græða meira á ást kvenna en konur á ást karla

Ólöf Júlíusdóttir varði doktorsritgerð sína í félagsfræði á föstudag:

Karlar græða meira á ást kvenna en konur á ást karla

Fyrirtækjamenningin á Íslandi er enn mjög karllæg og tekur lítið tillit til fjölskyldulífs. Af þeim ástæðum fara vel mennataðar konur síður í stjórnendastörf og þær sem eru þar fyrir hætta þar frekar en karlar þegar kemur að barneignum og uppeldi.

Þetta segir Ólöf Júlíusdóttir sem varði doktorsritgerð sína í félagsfræði við Háskóla Íslands á föstudag, en ritgerð hennar ber heitið Tíminn, ástin og fyrirtækjamenning: Valdaójafnvægi kvenna og karla í stjórnendastöðum í íslensku efnahagslífi.

Í viðtali við Sigmund Ernir í fréttaþættinum 21 í kvöld segir hún að það sé ennþá dæmigert í íslenskum fyrirtækjum að þar sé fyrir á fleti karlmaður sem geti helgað sig stjórnendastöðunni af því hann á harðduglega konu heima fyrir sem annast heimilisvinnuna ásamt útivinnunni. Karlar hafi tímann meira á valdi sínu af því að þeir eiga maka sem tekur á sig fjölskyldu- og heimilisábyrgð. Karlar "græði" meira á ást kvenna en öfugt.   

Nýjast