Karl Gauti fær 130 þúsund í húsnæðisstyrk á mánuði þrátt fyrir að búa í Kópavogi

Karl Gauti fær 130 þúsund í húsnæðisstyrk á mánuði þrátt fyrir að búa í Kópavogi

Alþingismenn fóru í 572 flugferðir innanlands 2018. Tæplega 80 prósent voru ferðir þingmanna Norðvestur- og Norðausturkjördæma milli heimilis og þings. Um þetta er fjallað á vef Ríkisútvarpsins. Þar kemur fram að Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi, flaug langmest allra þingmanna innanlands 2018 en samtals var ferðakostnaður hennar innanlands 3,5 milljónir á síðasta ári. Þegar húsnæðis- og dvalarkostnaður ásamt öðrum aukagreiðslum eru teknar með í reikninginn er upphæðin um 6,4 milljónir. Þessar tölur eru að finna á vef Alþingis.

Hringbraut er sömuleiðis búið að skoða upphæðir Steingríms J. Sigfússonar forseta Alþingis og mun á næstu dögum skoða fleiri þingmenn í öðrum flokkum. Næstur í röðinni er Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Miðflokksins. Ferðakostnaður hans er umtalsvert lægri en Lilju Rafneyjar. Hann ferðaðist á eigin bifreið fyrir 731 þúsund árið 2018 og flaug innanlands fyrir 102 þúsund. Síma og netkostnaður var 63 þúsund. Þá fékk Karl Gauti 1,6 milljónir í húsnæðis- og dvalarkostnað á árinu 2018. Samtals gera þetta um 2,5 milljónir króna.

Þar sem Karl Gauti bauð fram, upphaflega fyrir Flokk fólksins, í Suðurkjördæmi er hann skráður sem landsbyggðarþingmaður og fær því fastar greiðslur upp á 1,6 milljónir í húsnæðis- og dvalarkostnað á ári, líkt og Steingrímur J. Sigfússon, Smári McCarthy og aðrir skráðir landsbyggðarþingmenn sem búa á höfuðborgarsvæðinu. Þessa upphæð fær Karl Gauti þrátt fyrir að vera búsettur í Kópavogi. Karl Gauti er einnig með fastan ferðakostnað í kjördæmi upp á 360 þúsund á ári.

Karl Gauti var með rúma 1,1 milljón króna í laun á mánuði á síðasta ári, eða samtals rúmar 13 milljónir. Hann fékk auk þess tæpar 330 þúsund krónur í fastan starfskostnað.

Nýjast